Skör ofar – niðurstöður arðsemismats

Fimmtudaginn 14. desember kl. 11:00-11:50 efna Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til kynningarfundar á Teams um annan áfanga forverkefnis um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar. Þessi áfangi gengur út á að gera samanburð á tveimur möguleikum varðandi uppbyggingu brennslu á úrgangi með orkunýtingu (WtE - waste to energy) á Íslandi. Fundurinn er hluti af fundarröðinni Skör ofar og sá fjórði í röðinni þetta haustið. Fundurinn að þessu sinni mun fjalla um niðurstöður útreikninga á arðsemi og fjárhagslegan samanburð þessara tveggja möguleika sem eru til skoðunar.

Dr. Helgi Þór Ingason verkefnisstjóri mun fara yfir verkefnið og stöðu þess í dag en auk hans tekur þátt Páll Jensson, prófessor, og gefur yfirlit yfir helstu niðurstöður sínar um fjárhagslegan samanburð þeirra tilfella sem liggja til grundvallar í verkefninu. Athugið að heildarniðurstöður verkefnisins verða kynntar eftir áramót en ekki á þessum fundi.

Tengill inn á fundinn verður sendur til skráðra fundarmanna að morgni fundardags auk þess sem hann verður settur hér inn á vefsíðu sambandsins. Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Fundurinn verður tekinn upp og upptaka aðgengileg á vefsíðu sambandsins.

Dagskrá er sem hér segir:

  1. Setning fundar
  2. Inngangur og stutt yfirlit yfir verkefnið, tilgang og stöðu. Dr. Helgi Þór Ingason
  3. Niðurstöður útreikninga á arðsemi og fjárhagslegs samanburðar hinna tveggja möguleika. Páll Jensson.
  4. Umræður, spurningar og svör
  5. Lokaorð

Fundarstjóri: Hugrún Geirsdóttir, sérfræðingur hjá sambandinu.

Upptaka frá fundinum