Áfanganiðurstöður forverkefnis um framtíðarlausnar til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar
Miðvikudaginn 1. desember kl. 11:00-12:30 efnir Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til opins kynningarfundar á Teams. Fundurinn er fimmti fundurinn í kynningarröð forverkefnis um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.
Unnið er að því að innleiða hringrásarhagkerfi á Íslandi og að ná settum markmiðum um endurvinnslu. Þrátt fyrir að það takist má búast við að ávallt falli til einhver úrgangur sem hvorki er hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu. Á þessum fundi verður farið yfir úttekt á helstu lagalegu þáttum sem tengjast verkefninu, möguleikum varðandi fjármögnun og útreikninga á arðsemi verkefnisins.
Smelltu hér til að tengjast inn á fundinn. Enn og aftur minnum við fundargesti á að fundurinn verður tekinn upp og eru allir gestir beðnir um að hafa SLÖKKT Á MYNDAVÉLUM meðan á fundinum stendur.
Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér að neðan.
- Opnun fundar. Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Lagaleg rýni vegna forverkefnis um byggingu brennslustöðvar úrgangs. Ari Karlsson og Haraldur Flosi Tryggvason lögmenn hjá LMG slf.
- Arðsemimat úrgangsbrennslu á Íslandi. Páll Jensson prófessor við HR.
- Greining fjármögnunarmöguleika vegna úrgangsbrennslu á Íslandi. Ragnar O. Rafsson sérfræðingur hjá EY.
- Umræður, spurningar og svör.
- Verkáætlun forverkefnis, staðan og áframhaldið. Helgi Þór Ingason, prófessor og verkefnisstjóri forverkefnis.
- Fundarslit.
Fundarstjóri er Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.