Skör ofar – Fimmti fundur

Áfanganiðurstöður forverkefnis um framtíðarlausnar til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar

Miðvikudaginn 1. desember kl. 11:00-12:30 efnir Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til opins kynningarfundar á Teams. Fundurinn er fimmti fundurinn í kynningarröð forverkefnis um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.

Unnið er að því að innleiða hringrásarhagkerfi á Íslandi og að ná settum markmiðum um endurvinnslu. Þrátt fyrir að það takist má búast við að ávallt falli til einhver úrgangur sem hvorki er hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu. Á þessum fundi verður farið yfir úttekt á helstu lagalegu þáttum sem tengjast verkefninu, möguleikum varðandi fjármögnun og útreikninga á arðsemi verkefnisins.

Smelltu hér til að tengjast inn á fundinn. Enn og aftur minnum við fundargesti á að fundurinn verður tekinn upp og eru allir gestir beðnir um að hafa SLÖKKT Á MYNDAVÉLUM meðan á fundinum stendur.

Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér að neðan.

  1. Opnun fundar. Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  2. Lagaleg rýni vegna forverkefnis um byggingu brennslustöðvar úrgangs. Ari Karlsson og Haraldur Flosi Tryggvason lögmenn hjá LMG slf.
  3. Arðsemimat úrgangsbrennslu á Íslandi. Páll Jensson prófessor við HR.
  4. Greining fjármögnunarmöguleika vegna úrgangsbrennslu á Íslandi. Ragnar O. Rafsson sérfræðingur hjá EY.
  5. Umræður, spurningar og svör.
  6. Verkáætlun forverkefnis, staðan og áframhaldið. Helgi Þór Ingason, prófessor og verkefnisstjóri forverkefnis.
  7. Fundarslit.

Fundarstjóri er Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.