SKÖR OFAR – annar áfangi forverkefnis um brennslu í stað urðunar

Mánudaginn 25. september kl. 11:00-11:45 efna Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til kynningarfundar á Teams. Fundurinn er hluti af fundarröðinni Skör ofar. Unnið er að því að innleiða hringrásarhagkerfi á Íslandi og að ná settum markmiðum um aukna endurnotkun og endurvinnslu. Þrátt fyrir að það takist má búast við að ávallt falli til einhver úrgangur sem hvorki er hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu. Umhverfislegur ávinningur er af því að brenna þennan úrgang og nýta orkuna í stað þess að urða hann því urðun eða brennsla úrgangs án orkunýtingar er síðasti valkostur úrgangsþríhyrningsins.

Á fundinum verður farið yfir framvindu annars áfanga forverkefnis sem styrkt er af umhverfis-  og auðlindaráðuneytinu og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar. Annar áfangi gengur út á að gera samanburð á tveimur möguleikum varðandi uppbyggingu brennslu á úrgangi með orkunýtingu (WtE - waste to energy) á Íslandi.

Tengill inn á fundinn verður sendur til skráðra fundarmanna að morgni fundardags auk þess sem hann verður settur hér inn á vefsíðu sambandsins. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér að neðan.

Upptaka frá fundinum.

1. Markmið verkefnis, verkefnisteymið og verkefnisáætlun,
Dr. Helgi Þór Ingason verkefnisstjóri
2. Kynning á fyrstu niðurstöðum verkefnisins, um efnisstrauma og efnisflutninga,
Gunnar Bragason sérfræðingur
3. Umræður, spurningar og svör
4. Lokaorð fundarstjóra

 

Fundarstjóri er Eygerður Margrétardóttir sérfræðingur á lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins.