Skjalamál með Teams og CRM – vefkaffi stafrænna sveitarfélaga

Starfsmenn sveitarfélaga nota Microsoft Teams sem sitt vinnutæki í auknum mæli og því gæti lausnin SkjalaSaga hentað þeim. SkjalaSaga er innbyggt inn í Teams þar sem skjöl sem eru sett þar inn verða sjálfkrafa skjöluð með lýsigögnum og tilbúin til vörslu.

Eyvindur Ívar Guðmundsson ráðgjafi frá SagaCRM mun kynna lausnina SkjalaSaga ásamt því að segja frá tengingu Microsoft Dynamics CRM við Outlook og Teams en þar geta sveitarfélög haldið utan um erindi og verkefni til að auka skipulag, yfirsýn og rekjanleika.

Nokkrar stofnanir nota CRM fyrir erindi sín eins og t.d. Menntasjóður námsmanna, einnig nota Betri samgöngur CRM til að halda utan um verkefni og tengjast við Teams.

Vefkaffið verður EKKI TEKIÐ UPP!

Skráning á vefsíðu stafrænna sveitarfélaga.