Skipulagsdagurinn

Skipulagsdagurinn verður haldinn föstudaginn 12. nóvember í Salnum, Kópavogi

Framtíðin verður í fyrirrúmi á Skipulagsdeginum, árlegri ráðstefnu Skipulagsstofnunar um skipulagsmál og þróun þeirra. Yfirskriftin er Skipulag fyrir nýja tíma – og verður sjónum beint sérstaklega að þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir með tilliti til lífsgæða, samgöngumiðaðs skipulags, sjálfbærni í byggðu umhverfi og aðlögunar vegna loftslagsbreytinga og náttúruvár. Ráðstefnan er að vanda haldin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. 

9.00

Fylgt úr hlaði

Umhverfi okkar og ímyndunaraflið
Sverrir Norland, rithöfundur
Ávarp forstjóra Skipulagsstofnunar, Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur
Ávarp formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldísar Hafsteinsdóttur

 10.00

Aðlaðandi og sjálfbær byggð

New European Bauhaus
Ruth Reichstein, ráðgjafi á skrifstofu forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Stutt kaffihlé

Áherslur New European Bauhaus í íslensku samhengi
Hildigunnur Sverrisdóttir, Listaháskóla Íslands
Vistvænn og grænn nýi Skerjafjörður
Rebekka Guðmundsdóttir, Reykjavíkurborg
Deiliskipulagstillaga, Ráðhústorg og umhverfi, Hafnarfirði – Reitur 1
Þorsteinn Helgason, ASK arkitektum
Byggt inn í náttúru í Hveragerði
Þráinn Hauksson, Landslagi 
Stígar í vetrarborg
Anna Kristín Guðmundsdóttir, Teiknistofu Norðurlands
Borgarskipulag og samgönguvenjur á Höfuðborgarsvæðinu
Harpa Stefánsdóttir, Norska lífvísindaháskólanum (NMBU)

 12.00

Hádegishlé

 13.15

 Skipulag og aðlögun fyrir breytta tíma

Aðlögun og loftslagsþjónusta á Íslandi
Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar, Veðurstofu Íslands
Skipulag og aðlögun: að búa okkur undir það sem við vitum – og vitum ekki – um framtíðina
Birna Björk Árnadóttir, Skipulagsstofnun
Áskoranir skipulagsyfirvalda  hopun jökla
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Sveitarfélaginu Hornafirði
Þegar allt gerist í einu – Skipulagsáskoranir í kjölfar náttúruhamfara
Stefán Bogi Sveinsson, Múlaþingi
Grænn og heilsuvænn Grundarfjörður
Björg Ágústsdóttir, Grundarfjarðarbæ

 14.45

Kaffihlé

 15.00

 Skipulag fyrir nýja öld

Panelumræður
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Skipulagsstofnun
Björn Axelsson, Reykjavíkurborg
Guðjón Bragason, Sambandi Íslenskra sveitarfélaga
Jón Björn Hákonarson, Fjarðabyggð
Ólafur Þór Ólafsson, Tálknafjarðarhreppi

 16.00

Ráðstefnuslit, léttar veitingar

 

Fundarstjóri er Hrafnkell Proppé

Skráning á viðburðinn fer fram hér. 

Boðið verður upp á hádegisverð og kaffiveitingar.

Streymt verður af viðburðinum á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar. Ekki er þörf á að skrá sig í streymi.

Tengill á streymið

Deginum verður skipt í þrjú meginþemu, en við byrjum daginn á hugleiðingu Sverris Norland rithöfundar sem nýlega gaf út bókina Stríð og klið, þar sem hann veltir fyrir sér nútímanum út frá loftslagsmálum og tæknibreytingum. Síðan taka við erindi um Aðlaðandi og sjálfbæra byggð þar sem fjallað verður um leiðir til að skipuleggja okkar byggða umhverfi með þarfir fólks í huga, þar sem gæði húsnæðis, fagurfræði, aðgengi að greiðum samgöngum og nálægð við græn svæði verða ofarlega á baugi. Meðal frummælenda verður Ruth Reichstein, ráðgjafi á skrifstofu forseta Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem mun segja frá New European Bauhaus, sem er átak sem ESB hleypti af stokkunum árið 2020 um hið byggða umhverfi út frá fagurfræði, nýsköpun, tækni og umhverfismálum. Við taka síðan framlög sem setja áherslur New European Bauhaus í íslenskt samhengi beint og óbeint. Meðal annars verða kynnt nokkur skipulagsverkefni úr ólíkum aðstæðum og stöðum á landinu þar sem unnið hefur verið á eftirtektarverðan hátt með sjálfbærni, fagurfræði og notagildi.

Eftir hádegi

Eftir hádegi verður athyglinni fyrst beint að Skipulagi og aðlögun fyrir breytta tíma og litið til þeirra miklu áskorana sem við stöndum frammi fyrir við aðlögun byggðar og samfélags vegna afleiðinga loftslagsbreytinga. Í framlögum frá Veðurstofu Íslands, Skipulagsstofnun og nokkrum sveitarfélögum verður rætt um hvernig við getum best séð fyrir og unnið út frá þeim áskorunum sem umhverfisbreytingar og náttúruvá fela í sér fyrir skipulagsgerð og sagt frá skipulagsverkefnum frá ólíkum stöðum á landinu.

Skipulag fyrir nýja öld - pallborðsumræður

Dagskránni eftir hádegi lýkur síðan með pallborðsumræðum undir yfirskriftinni Skipulag fyrir nýja öld, þar sem rætt verður vítt og breitt um skipulagskerfið og framkvæmd skipulagsmála út frá viðfangsefnum og áskorunum okkar samtíma og framtíðar. Kveikjan er meðal annars að í ár eru 100 ár liðin frá setningu fyrstu skipulagslaganna og þannig má segja að upp sé að renna ný skipulagsöld.

Covid ráðstafanir

Við biðjum gesti um að hafa grímuna meðferðis, en grímuskylda verður í salnum. Gestir eru jafnframt hvattir til að taka hrað- eða heimapróf áður en komið er í Salinn og gæta almennt að persónulegum sóttvörnum

Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega og nýta sér vistvæna ferðamáta.