Skipulagsdagurinn 2022

Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál. Í ár verður sjónum beint að nokkrum af helstu viðfangsefnum og áskorunum okkar tíma í skipulagsmálum og landnotkun: stafrænni vegferð, fæðuöryggi, skipulagi bæjarrýmis og orkuskiptum. Fjölbreyttur hópur sérfræðinga og hagsmunaaðila frá ríki, sveitarfélögum og úr atvinnulífinu taka til máls og má búast við frjóum og áhugaverðum framsögum. Fundarstjóri verður Guðmundur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi bæjarstjóri.

www.slido.com #1413328

Ráðstefnugjald er 6.000 krónur. Innifalið eru kaffiveitingar, hádegisverður og léttar veitingar að ráðstefnu lokinni. Sérstakur afsláttur er fyrir háskólanema, sem greiða 3000 krónur. Skipulagsdagurinn verður einnig í beinu streymi og geta fjarfundargestir nýtt sér forritið www.Sli.do til að leggja fram spurningar og taka þátt í umræðum.

09:00 Opnun fundarstjóra
Guðmundur Gunnarsson, fjölmiðlamaður
09:10 Ávarp
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
09:25 Ávarp
Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar

Stafræn vegferð

09:30 Digital Transformation of Planning in Scotland
Liz Pringle, forstöðumaður stafræns skipulags hjá Skipulagsstjóra skosku heimastjórnarinnar
09:55 Stafræn vegferð í skipulagsmálum: Bylting í yfirsýn, miðlun og samráði
Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar
10:10 Pallborðsumræður
Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri aðalskipulags hjá Reykjavíkurborg
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
10:40 K A F F I H L É

Fæðuöryggi

11:00 Staða Íslands með tilliti til fæðuöryggis
Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands
11:15 Flokkun landbúnaðarlands – og hvað svo?
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra
11:30 Pallborðsumræður
Valgerður Rún Benediktsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga
Guðrún Lára Sveinsdóttir, sviðsstjóri aðalskipulags hjá Skipulagsstofnun
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna
12:00 H Á D E G I S V E R Ð U R
13:00 Ávarp
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Bæjarrýmið

13:15 Mannlíf, byggð og bæjarrými: Leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli
Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt hjá Teiknistofunni Stiku
13:35 Að byggja borg – Leiðbeiningar við gerð deiliskipulagsáætlana og aðrir hönnunarþættir
Borghildur Sturludóttir, deildarstjóri deiliskipulags hjá Reykjavíkurborg
13:50 Pallborð
Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs hjá Akureyrarbæ
Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins
Hildur Gunnarsdóttir, skipulagsfulltrúi hjá Hveragerðisbæ
14:20 K A F F I H L É

Orkuskiptin

14:40 Hvað felst í orkuskiptunum?
Marta Rós Karlsdóttir, sviðsstjóri sjálfbærrar auðlindanýtingar og staðgengill Orkumálastjóra
15:00 Vindorkunýting á forsendum sveitastjórna
Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings
15:20 Pallborð
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Hólmfríður Bjarnadóttir, skrifstofustjóri húsnæðis- og skipulagsmála hjá innviðaráðuneytinu
Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu
15:50 Samantekt og lokaorð
Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar
16:00 Móttaka – léttar veitingar