Skipulagsdagurinn 2020

Tveir árvissir viðburðir á vegum Skipulagsstofnunar, Skipulagsdagurinn og Umhverfismatsdagurinn, verða að þessu sinni sameinaðir í einn vegna COVID-19 faraldursins. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Skipulags- og umhverfismatsdagurinn 2020 verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík 13. nóvember nk. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst þegar nær dregur.