Rafrænar beiðnir – vefkaffi

Þann 16. mars kl. 11 bjóða stafræn sveitarfélög upp á vefkaffi. Þá fá sveitarfélögin kynningu á appinu Síminn Pay sem getur auðveldað að halda utan um rafrænar beiðnir og leyst beiðnabókina af hólmi.

Nánar um verkefnið

Haldið er utan um auðkenningu starfsmanna gagnvart bæði útgáfu- og söluaðila og þannig tryggt að viðkomandi starfsmaður hafi umboð til að taka út vörur og þjónustu í nafni útgáfuaðila.

Einfalt er að stofna beiðni við innkaup þar sem starfsmaður er leiddur í gegnum ferli sem flokkar innkaupin eftir fyrir fram skilgreindum flokkum. Einnig er hægt að hengja mynd af kassakvittun við beiðnina.

Skráning í vefkaffið.