Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn í Skaftárhreppi verður haldið í fjarfundi, fimmtudaginn 10. febrúar kl. 16:00-18:00.
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu þátttakenda á réttindum og skyldum sveitarstjórnarkmanna og þeim meginreglum sem sveitarfélögin starfa eftir. Stefnt er að því að nýir sveitarstjórnarmenn öðlist innsýn í hvað þeir þurfa helst að hafa í huga í sínum störfum en jafnframt er markmiðið að hvetja til umræðu þannig að þátttakendur sem hafa reynslu af sveitarstjórnarstörfum verði vaktir til umhugsunar um hvernig efla megi faglegt starf sveitarstjórnar.
Leiðbeinendur: Sigurður Ármann Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs og Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins.