Málþing um reynsluverkefni um íbúasamráð

Reynsluverkefni um íbúasamráð 2019-2020. Hvað lærðum við og hvernig höldum við áfram? Málþing var haldið á vefnum 9. nóvember 2020 frá kl. 09:30-12:00.

Sambandið og Akureyrarbær fengu í lok árs 2018 styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að fara í reynsluverkefni um íbúasamráð. Markmið verkefnisins var að byggja upp þekkingu í sveitarfélögum á því hvernig hægt sé að beita samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins um íbúasamráð frá 2017. Í handbókinni eru veittar leiðbeiningar um hvernig samþætta má íbúasamráð inn í ákvörðunartökuferla og beita markvissum aðferðum til að ná til þeirra hópa sem ákvörðun snertir, sérstaklega hópa sem ella myndu ekki taka þátt. Til viðbótar við Akureyrarbæ, voru Kópavogsbær, Norðurþing og Stykkishólmsbær valin til þátttöku á grundvelli umsókna. Nú er komið að því að miðla reynslu sveitarfélaganna fjögurra til annarra sveitarfélaga og málþingið er fyrsta skrefið til þess.

Dagskrá, erindi og upptökur frá málþinginu

I. Hvað lærðum við og hvernig höldum við áfram?
Kynningar á verkefnum sveitarfélaganna, lærdómi, afrakstri og framhaldi:
Samráð við börn og ungmenni um breytingu á leiðakerfi Strætó á Akureyri - Upptaka af erindi Sóleyjar
Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi - Glærukynning Sóleyjar Bjarkar
Samráð við börn og ungmenni í Kópavogi um hvernig þau geta komið meira að málefnum sveitarfélagsins - Upptaka af erindi Önnu Elísabetar
Anna Elísabet Ólafsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsumálum - Glærukynning Önnu Elísabetar
Samráð um uppbyggingu á íþróttastarfsemi í Norðurþingi - Upptaka af erindinu
Silja Jóhannesdóttir fulltrúi í sveitarstjórn og Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta - og tómstundafulltrúi - Glærukynning frá Norðurþingi
Samráð um uppbyggingu á leiksvæðum í Stykkishólmi - Upptaka af erindi Magnúsar
Magnús Ingi Bæringsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi - Glærukynning frá Stykkishólmi
Sjónarhorn ráðgjafanna og stjórnsýslufræðingsins - Upptaka af erindunum
Halldóra Hreggviðsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir frá Alta - Glærukynning frá Alta
Gabriela Maria Skibinski MPA
Spurningar og viðbrögð
Kynning á vefsíðu um íbúasamráðsverkefnið - Upptaka af kynningu Önnu Guðrúnar
Anna G. Björnsdóttir sviðsstjóri
 
II. Hvernig festum við íbúasamráð í sessi í sveitarfélögum og sköpum samráðsmenningu?
Tveir sérfræðingar frá sænska sveitarfélagasambandinu, Anders North og Lena Langlet, voru sveitarfélögunum til stuðnings í verkefninu. Þau hafa leitt sams konar verkefni með sænskum sveitarfélögum. Anders flutti kynningu þeirra undir yfirskriftinni: „How can we institutionalise citizen consultation?“. Þessi hluti málþingsins fór fram á ensku.
- Upptaka af erindi Anders og Lenu
- Glærur Anders og Lenu á pdf
Þátttakendur skiptust á skoðunum og komu með fyrirspurnir.
Fundarstjóri: Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins

Kl. 09:30-10:50

I. Hvað lærðum við og hvernig höldum við áfram?

Kynningar á verkefnum sveitarfélaganna, lærdómi, afrakstri og framhaldi:
Samráð við börn og ungmenni um breytingu á leiðakerfi Strætó á Akureyri
Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi
Samráð við börn og ungmenni í Kópavogi um hvernig þau geta komið meira að málefnum sveitarfélagsins
Anna Elísabet Ólafsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsumálum
Samráð um uppbyggingu á íþróttastarfsemi í Norðurþingi
Silja Jóhannesdóttir fulltrúi í sveitarstjórn og Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta – og tómstundafulltrúi
Samráð um uppbyggingu á leiksvæðum í Stykkishólmi
Magnús Ingi Bæringsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi
Sjónarhorn ráðgjafanna og stjórnsýslufræðingsins:
Halldóra Hreggviðsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir frá Alta
Gabriela Maria Skibinski MPA
Spurningar og viðbrögð
Kynning á vefsíðu um íbúasamráðsverkefnið
Anna G. Björnsdóttir sviðsstjóri

Kl. 11:00-12:00

II. Hvernig festum við íbúasamráð í sessi í sveitarfélögum og sköpum samráðsmenningu?

Tveir sérfræðingar frá sænska sveitarfélagasambandinu, Anders North og Lena Langlet, voru sveitarfélögunum til stuðnings í verkefninu. Þau hafa leitt sams konar verkefni með sænskum sveitarfélögum. Anders og Lena munu flytja kynningu undir yfirskriftinni: „How can we institutionalise citizen consultation?“. Þessi hluti málþingsins fer fram á ensku. Á eftir þeirra kynningu gefst færi á að skiptast á skoðunum og vera með fyrirspurnir.

Fundarstjóri: Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins