Loftslags- og orkuáætlanir sveitarfélaga – vefráðstefna

Sveitarfélög frá Eistlandi, Íslandi og Noregi fjalla um reynslu sína í tengslum við vinnu við loftslags- og orkuáætlanir. Meðal þátttakenda má nefna Fjarðabyggð og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Vefráðstefnan er skipulögð af Tartu sýslu í Eistlandi í samstarfi við Uppbyggingarsjóð EES EFTA og fer hún fram á netinu þann 8. mars, klukkan 11.00 – 14.00 að íslenskum tíma. Dagskrá vefráðstefnunnar er að finna á myndinni hér fyrir neðan.