XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga voru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. sveitar- og bæjarstjórar, boðaðir til XXXVI. landsþings sambandsins föstudaginn 21. maí 2021.
Í ljósi aðstæðna var landsþingið haldið rafrænt. Horfa má á upptökur frá þinginu hér að neðan.
Sveitarstjórnir kjósa fulltrúa á landsþing sambandsins að afloknum almennum sveitarstjórnarkosningum til fjögurra ára og gildir kosningin út kjörtímabilið, sbr. 5. gr. samþykkta sambandsins.
Landsþingsfulltrúar voru boðaðir til þingsins með sérstöku bréfi með dagskrá landsþingsins og gögnum.
10:20 | Skráning þingfulltrúa og afhending gagna |
10:30 | Þingsetning Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga |
10:45 | Kosning þingforseta, ritara og kjörbréfanefndar |
10:50 | Kynning á breytingum á samþykktum sambandsins Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður starfshóps um endurskoðun á samþykktum sambandsins |
Umræður | |
11:25 | Álit kjörbréfanefndar |
11:30 | Erindi frá Framtíðarsetri Íslands Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson |
12:30 | H Á D E G I S H L É |
13:00 | Ávarp forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir |
13:20 | Ávarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson |
Umræður | |
14:00 | Niðurstöður kosninga |
14:15 | Þingslit |
Hér að neðan er að finna öll gögn er varða XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór með rafrænum hætti.
- Ársskýrsla 2020
- Samþykktir Sambands íslenskra sveitarfélaga – samþykktar á XXXI. landsþingi 24. mars 2017
- Vinnuskjal starfshóps um heildarendurskoðun samþykkta sambandsins
- Breytingartillaga Miðflokksins á samþykktum sambandsins
- Sveitarfélög í breyttu umhverfi: Hvað gerist handan morgundagsins? Framtíðaráskoranir
- Fundargerð XXXVI. landsþings 21. maí 2021.