Landsþing 2023

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið í Reykjavík föstudaginn 31. mars 2023.

Landsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Landsþing kemur saman árlega, að jafnaði í mars eða apríl. Á því ári sem almennar sveitarstjórnarkosningar eru haldnar skal landsþing þó haldið í september eða október. Um kjör landsþingsfulltrúa.

Dagskrá Landsþings 2023

09:20Skráning þingfulltrúa
10:00Þingsetning
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
10:25Kosning þingforseta, ritara og kjörbréfanefndar
10:30Tillögur frá þingfulltrúum
10:35Staða kjarasamningsviðræðna sambandsins
Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins, fer yfir stöðu kjarasamningsviðræðna
Launaþróun og jöfnun launa milli markaða
Helgi Aðalsteinsson, hagfræðingur á kjarasviði
Jafnlaunastofa
Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu
Umræður á borðum og fyrirspurnir
12:00H Á D E G I S H L É
13:00Framlag ríkisins til húsnæðismála og samningar við sveitarfélögin
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitarstjóranrmála
13:20Staða húsnæðismála hjá sveitarfélögum
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar
Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps
13:50Umræður á borðum og fyrirspurnir
14:30K A F F I H L É
14:50Málefni flóttafólks og hælisleitenda
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
Örerindi frá Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra í Bláskógayggð, og Heru Ósk Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjanesbæjar
15:30Pallborðsumræður og fyrirspurnir
15:45Kosning eins fulltrúa í stjórn sambandsins og afgreiðsla tillagna
Tillaga kjörnefndar að fulltrúa í stjórn sambandsins
16:00Þingslit
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga

Þingforsetar:

Þingritarar:

Ársreikningur Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022