Kynning á nýrri Skipulagsgátt

Síðastliðið haust voru gerðar breytingar á skipulagslögum og sett ákvæði í ný lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana sem gera ráð fyrir smíði og rekstri skipulagsgáttar, landfræðilegrar gagna- og samráðsgáttar um skipulag, umhverfismat og framkvæmdir. Skipulagsstofnun hefur það hlutverk að setja upp og annast rekstur gáttarinnar sem skal vera starfrækt frá 1. desember 2022.

Vinna við undirbúning skipulagsgáttar hófst í byrjun árs 2022. Forhönnun gáttarinnar er nú í vinnslu og þar er lögð áhersla á samráð við helstu hagsmunaaðila og notendahópa.

Á fundinum verður farið yfir markmið, megináherslur og yfirstandandi vinnu við skipulagsgátt og jafnframt mun Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga halda erindi um tækifæri skipulagsgáttar frá sjónarhorni samtakanna.

Fundarstjóri

Hrafnkell Ásólfur Proppé, sviðsstjóri stefnumótunar og miðlunar hjá Skipulagsstofnun.

Dagskrá

10:00 ∙ Opnun fundar: Ásdís Hlökk Theodórsdóttur, forstjóri Skipulagsstofnunar.

10:10 ∙ Kynning á Skipulagsgátt: Ólafur Árnason, forstöðumaður nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun.

10:40 ∙ Skipulagsgátt og skipulagsmál sveitarfélaganna: Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

11:00 – 11:30 ∙ Umræður

Staður og stund

31. mars 2022, kl. 10:00-11:30

Í Eldgjá, Skipulagsstofnun, Borgartún 7b.

Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í gegnum fjarfundarbúnað: Tengill á fjarfund.