Samband íslenskra sveitarfélaga, í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið, mun halda kynningu á breyttri skipan barnaverndar mánudaginn 13. desember kl. 14.00 og vonast eftir góðri þátttöku sveitarfélaga. Sambandið óskar jafnframt eftir því að allar sveitarstjórnir og stjórnir landshlutasamtaka sveitarfélaga fjalli á sínum vettvangi um stöðu undirbúnings fyrir þær breytingar sem nú eru framundan.
Sjá nánar í frétt á vef sambandsins.