Kófið og leikskólinn

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Háskóli Íslands og Kennarasamband Íslands standa fyrir rafrænu menntaspjalli um niðurstöður nýrra kannana og reynslu kennara af leikskólastarfi í samkomubanni síðastliðið vor. Menntaspjallið fer fram fimmtudaginn 24. september og hefst kl. 15:00.

Dagskrá:

Kófið og leikskólinn – hvað gerðist og hvað lærðum við

  • Börnin - kveikja: Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir
  • Leikskólakennarar og starfsmenn - kveikja: Kristín Dýrfjörð
  • Leikskólastjórar - kveikja: Arna H. Jónsdóttir

Menntaspjallið verður táknmálstúlkað beint og því mikilvægt að allir nema þeir sem tala hafi slökkt á myndavélum sinum allan tímann.

Menntaspjallið er opið öllum starfsmönnum leikskóla og öðrum áhugasömum um leikskólastarf. Menntaspjall fer fram í gegnum Teams forritið og hægt er að komast inná fundinn með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Tengill á Teams.

Þátttakendur eru beðnir um að opna ekki fyrir myndavélar sínar og hafa hljóðnema lokaða nema þegar þeir taka til máls. Allir geta skráð athugasemdir, spurningar og tillögur í spjallþræði fundarins á meðan á umræðum stendur.

Menntaspjallinu verður stýrt af Fjólu Þorvaldsdóttur.

Tengill á FB síðu menntaspjallsins.