Innleiðingaráætlun stafræns pósthólfs

Á síðasta ári tóku gildi lög um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Markmið laganna er að stuðla að skilvirkri opinberri þjónustu, auka gagnsæi við meðferð mála, hagkvæmni í stjórnsýslu og tryggja örugga leið til að miðla gögnum til einstaklinga og lögaðila. Jafnframt er markmið laganna að meginboðleið stjórnvalda við einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað.

Í lögunum kemur fram að öllum opinberum aðilum sé skylt að birta ákveðnar tegundir gagna í stafrænu pósthólfi fyrir 1. janúar 2025. Þau gögn sem um ræðir eru hvers konar gögn, sem verða til við meðferð máls hjá stjórnvöldum, svo sem tilkynningar, ákvarðanir, úrskurði, ákvaðir og aðrar yfir­lýsingar.

Við gildistöku laganna birti fjármála- og efnahagsráðuneytið áætlun um innleiðingu stafræna pósthólfsins hjá opinberum aðilum. Samkvæmt innleiðingaráætlun stafræna pósthólfsins er stefnt að innleiðingarvinnu með sveitarfélögum á Suðurnesjum á öðrum ársfjórðungi 2023.

Til að hefja undirbúning fyrirhugaðrar innleiðingar boðar Stafrænt Ísland til upplýsingafundur n.k. fimmtudag,  16.mars frá 13:00 – 14:00.

Dagskrá fundar:

  • Helstu atriði laga um stafrænt pósthólf
  • Áætlun um innleiðingu hjá opinberum aðilum
  • Högun og virkni stafræna pósthólfsins
  • Umræður

Kynning sér stafræna pósthólfinu.