Framlag sveitarfélaga til loftslagsmála

Mánudaginn 13. nóvember kl. 13:00-17:00 standa Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fyrir vinnustofu fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga um loftslagsmál á sveitarstjórnarstigi.

Vinnustofan verður á hótel Natura í Reykjavík. Tilefni vinnustofunnar er að unnið að uppfærslu Aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Vinnan felur í sér skilgreiningu aðgerða sem ætlað er að tryggja samdrátt í samfélagslosun landsins og spila þar sveitarfélög mikilvægt hlutverk.

Stjórnvöld munu í samráði við sveitarfélög og atvinnulíf setja áfangaskipt losunarmarkmið"- Stjórnarsáttmálinn 2021

Lögð hafa verið fram markmið upp á 55% samdrátt fyrir árið 2030 miðað við losunina 2005. Um er að ræða metnaðarfull markmið og því mikilvægt að stjórnvöld og sveitarfélög vinni vel saman ef umræddur samdráttur samfélagslosunar á að verða að veruleika. Afurð vinnunnar mun koma til með að nýtast við mótun aðgerða í uppfærslu Aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, en sömuleiðis sem inntak í frekari samvinnu milli stjórnvalda og sveitarfélaga um loftslagsmál.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér að neðan. Fundurinn er staðfundur og en einnig er hægt að skrá sig til þátttöku í fjarfundi. Tengill vegna þátttöku í gegnum fjarfund verður sendur til skráðra fundarmanna að morgni fundardags.

Dagskrá

  1. Opnun
  2. Innslag sveitarfélags
  3. Inngangur vinnustofustjóra
  4. Borðavinna
  5. Samantekt og lokaorð