Fræðslufundur um sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Haldinn í Hvammi á Grand hótel í Reykjavík mánudaginn 3. febrúar 2020 kl. 09:00-15:00. Þátttökugjald 8.500 kr., innifalinn er hádegisverður og kaffi. Fundinum er streymt á slóðinni www.samband.is/beint.

Slido.com #sattmali

Markmið fræðslufundarins er að kynna meginefni sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks fyrir sveitarstjórnarfólki; kjörnum fulltrúum, stjórnendum og starfsfólki sem sinnir þjónustu og stuðningi við fatlað fólk. Sérstaklega verður leitað svara við þeirri spurningu hvaða þýðingu áformuð lögfesting sáttmálans muni hafa fyrir sveitarfélögin. Notendum og öllu áhugafólki um sáttmálann er velkomið að sækja viðburðinn.

 

Stjórnandi: Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar

Fræðslufundurinn er haldinn með stuðningi félagsmálaráðuneytisins