Fjármál sveitarfélaga – námskeið í Sveitarfélagaskólanum

Markmið með námskeiðinu er að styðja kjörna fulltrúa í verkefnum tengjum fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins. Mikilvægt er að hafa sterka umgjörð utan um fjármál og rekstur sveitarfélaga til að stuðla að sjálfbærum rekstri. Setja þarf fjárhagsleg markmið um hvernig haga eigi rekstri, fjárfestingum og uppbyggingu innan sveitarfélagsins í samræmi við stefnu og framtíðarsýn sveitarstjórnar. Hlutverk kjörna fulltrúa er tryggja að fjármálastjórn sveitarfélagsins sé öflug, áætlunargerðin sé vönduð og eftirfylgni sé með áætlunum.