Fjárfesting í þágu þjóðar

Athygli sveitarstjórnarfólks er vakin á því að þann 2. febrúar nk. standa Landssamtök lífeyrissjóða og innviðaráðuneytið fyrir ráðstefnu um innviðfjárfestingar með áherslu á samgönguinnviði. Ráðstefnan verður haldin á Grand hóteli og hér að neðan má sjá dagskrá hennar. Skráning á ráðstefnuna fer fram með því að smella á skráningarhnappinn hér að neðan. Hægt er að velja um að vera á staðfundi eða fylgjast með á streymi.

Meðal frummælenda á fundinum er Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og tekur hún jafnframt þátt í pallborðsumræðum fyrir hádegi.

Dagskrá og skráning á ráðstefnuna.