Farsæl skólaganga allra barna

Hvernig byggjum við upp heildstæða skólaþjónustu til framtíðar?

Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu um framtíð skólaþjónustu á Íslandi í Gullteig á Grand hótel í Reykjavík, mánudaginn 14. nóvember kl. 09:00-15:00.

Ráðstefnunni verður streymt á vef Stjórnarráðins.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti nýlega áform um ný heildarlög um skólaþjónustu og í þeirri vinnu gegnir samráð við hlutaðeigandi lykilhlutverki til að koma sem best til móts við þarfir skólasamfélagsins og tengdra þjónustukerfa.

Á ráðstefnunni verða erindi frá þjónustuveitendum og þjónustuþegum ásamt umræðum um þá þætti sem hafa þarf í huga þegar við mótum skólaþjónustu framtíðar.

Aðgangur er ókeypis og verður ráðstefnunni streymt á vef Stjórnarráðsins. Upptaka af streymi verður aðgengileg að ráðstefnu lokinni.