Brú milli vísinda og samfélags
-Leiðin til aðlögunar vegna loftslagsbreytinga
Loftslagsbreytingar eru náttúrúvá og mesta áskorun sem samfélagið stendur frammi fyrir. Á sama hátt og við bregðumst við þegar náttúruvá á borð við jarðhræringarnar á Reykjanesskaga dynur yfir, þarf samfélagið að beita réttum aðgerðum við að takast á við loftslagsbreytingar. Þær aðgerðir þurfa að byggja á vísindalegum grunni sem myndar “brú milli vísinda og samfélags” og eykur getu okkar til að takst á við áskoranir af völdum loftslagsbreytinga.
Á ársfundinum verða kynnt fyrstu skrefin til að styrkja þessa brú milli vísinda og samfélags í gegnum nýjan samstarfsvettvang fjölmargra stofnanna og hagaðila undir forystu Veðurstofu Íslands.
Ársfundinum verður streymt og hefst kl. 9 og lýkur kl. 10.30.