Ársfundur náttúruverndarnefnda

Við viljum benda sveitarfélögum á ársfund náttúruverndarnefnda sem haldinn verður þann 10. nóvember næstkomandi.

Að undirbúningi fundarins koma, auk Umhverfisstofnunar, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa.

Á fundinum verður m.a. farið yfir hlutverk náttúruverndarnefnda, fjallað um hlutverk Umhverfisstofnunar, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa, auk þess að fjalla um náttúruverndarmál.

Staðsetning fundarins hefur í gegnum tíðina skipst á milli suðvestur hornsins og annarra hluta landsins. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Grindavík.

Nánari upplýsingar um fundi síðustu ára er að finna á eftirfarandi slóð https://ust.is/nattura/upplysingar-fyrir-sveitarfelog/arsfundir-natturuverndarnefnda/

Við hvetjum sveitarfélög til að taka daginn frá og senda fulltrúa sinna nefnda á fundinn.

Fyrir þá sem ekki komast verður fundinum streymt.

Hvað: Ársfundur náttúruverndarnefnda

Hvar: Grindavík

Hvenær: 10. nóvember 2022

Áætlaður tími: 11:30 - 16:00*

*athugið að tímasetning getur breyst en leitast verður við að tímasetning geri sem flestum kleift að sækja fundinn af landsbyggðinni. Það skal þó tekið fram að ekki er hægt að útiloka að þeir sem koma langt að þurfi að gista eina nótt.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu munu berast þegar nær dregur fundi.