Ársfundur náttúruverndarnefnda

Við viljum benda sveitarfélögum á ársfund náttúruverndarnefnda sem haldinn verður þann 10. nóvember næstkomandi.

Að undirbúningi fundarins koma, auk Umhverfisstofnunar, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa.

Á fundinum verður m.a. farið yfir hlutverk náttúruverndarnefnda, fjallað um hlutverk Umhverfisstofnunar, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa, auk þess að fjalla um náttúruverndarmál.

Staðsetning fundarins hefur í gegnum tíðina skipst á milli suðvestur hornsins og annarra hluta landsins. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Grindavík.

Nánari upplýsingar um fundi síðustu ára er að finna á eftirfarandi slóð https://ust.is/nattura/upplysingar-fyrir-sveitarfelog/arsfundir-natturuverndarnefnda/

Við hvetjum sveitarfélög til að taka daginn frá og senda fulltrúa sinna nefnda á fundinn.

Fyrir þá sem ekki komast verður fundinum streymt.

Teams hlekkur á fundinn -ýtið hér-

Það þarf að skrá sig á fundinn, bæði fyrir streymi og staðfund en skráning fer fram hér: Skráning á ársfund náttúruverndarnefnda. Þátttökugjald er 2.500 krónur á hvern þátttakanda sem tekur þátt á staðnum. Nánari upplýsingar um tengingu við fjarfundinn verður send til skráðra þátttakenda í síðasta lagi að morgni fundardags. Fundarstjóri er Þorgerður M Þorbjarnardóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

*athugið að tímasetning getur breyst en leitast verður við að tímasetning geri sem flestum kleift að sækja fundinn af landsbyggðinni. Það skal þó tekið fram að ekki er hægt að útiloka að þeir sem koma langt að þurfi að gista eina nótt.

11:00-12:00 Inngangur

11:00 Skráning
11:15 Fundur settur og fyrirkomulag kynnt
11:25 Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun
11:35 Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkur
11:50 Umræður – Er eitthvað óljóst við hlutverk náttúruverndarnefnda?
12:00 M A T A R H L É

12:40-13:30 Um náttúruverndarnefndir og tengsl við stofnanir

12:40 Lagalegt hlutverk nefnda og samstarf stofnana og sveitarfélaga
Eva Sólan Hannesdóttir, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Skipulag sveitarfélaga og náttúra, ráðgjafarhlutverk Náttúrufræðistofnunar Íslands
Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri náttúruverndar Náttúrufræðistofnun Íslands
Náttúrustofur – hlutverk og samstarf
Kristín Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands og formaður Samtaka náttúrustofa
Náttúruvernd og sveitarfélög
Guðrún Kristín Ragnarsdóttir, formaður umhverfisverndar Voga
Umræður – Er breytinga þörf á skilgreiningu hlutverks náttúruverndarnefnda?
13:40 K A F F I H L É

14:00-15:15 Viðfangsefni náttúruverndarnefnda

14:00 Kynning á vinnu starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um þjóðgarða og friðlýst svæði
Árni Finnsson, formaður starfshópsins
Aðkoma sveitarfélaga og náttúruverndarnefnda að friðlýsingamálum
Tómas Guðberg Gíslason, umhverfisstjóri Mosfellsbæjar
Náttúruvernd á hamfarasvæðum
Ásta Kristín Davíðsdóttir, yfirlandvörður Umhverfisstofnunar á gossvæðinu við Geldingadali
Vernd í hafi – Vöktun framandi tegunda í höfnum
Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands
Fýlar sem ávitar á plastmengun í hafinu við Ísland
Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands
Úrgangsforvarnir – Hvernig geta sveitarfélög dregið úr úrgangsmyndun
Þorbjörg Sandra Bakke, sérfræðingur sviðs loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun
Umræður – Fara saman hlutverk og viðfangsefni?
Samantekt og fundi slitið

Að loknum fundi býður Grindavíkurbær upp á gönguferð með leiðsögn ef þátttaka er næg. Gengið verður um bæinn í námunda við fundarstað – klæðnaður eftir veðri.

Nánari upplýsingar um fundi síðustu ára er að finna á eftirfarandi slóð https://ust.is/nattura/upplysingar-fyrir-sveitarfelog/arsfundir-natturuverndarnefnda/

Frekari upplýsingar veitir: Davíð Örvar Hansson hjá Umhverfisstofnun, davidh@ust.is.