FRESTAÐ Ársfundur náttúruverndarnefnda

Þar sem ekki var flogið til Ísafjarðar í morgun hefur fundinum verið frestað. Nánari upplýsingar um fundardag verða kynntar svo fljótt sem auðið er.

Ársfundur náttúruverndarnefnda verður haldinn á Ísafirði þann 12. október næstkomandi frá kl. 10-15:00*. Sveitarfélög eru hvött til að taka daginn frá og senda fulltrúa sinna nefnda á fundinn. Aðalumfjöllunarefni fundarins er Hver eru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa?

Staðsetning fundarins hefur í gegnum tíðina verið breytileg og skipst á milli landshluta. Að þessu sinni er komið að Vestfjörðum og verður fundurinn haldinn í Edinborgarsalnum á Ísafirði. Fundinum verður einnig streymt á Teams fyrir þá sem ekki komast á staðinn.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, hvort sem viðkomandi ætlar að mæta eða hlusta á í streymi. Þátttökugjald er kr. 4500 og er kaffi og hádegismatur innifalið í gjaldinu. Skráningarform: https://forms.office.com/e/Y4rxb8Y2Ge

Dagskrá

10:00Skráning og kaffi
10:30Útsending á Teams
fundarstjóri Kristín Ósk Jónasdóttir
10:30Setning fundar
10:40Inngangur
Ísafjarðarbær
10:50Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun
11:00Náttúruvá
12:00Hádegishlé
13:00Samfélag
14:00Verkefni
15:00Gönguferð með leiðsögn um Ísafjarðarkaupstað fyrir áhugasama

Umræður verða undir hverjum lið og hægt verður að senda inn spurningar í gegnum vefmiðilinn Slido. Nánari upplýsingar um erindi undir hverjum lið verða birtar um leið og þær berast.

Vakin er athygli á því að hægt verður að fljúga til og frá Ísafirði samdægurs frá Reykjavík þann 12. Október. Brottför um morguninn frá Reykjavík er kl. 9:00 og lending á Ísafirði kl. 9:45. Seinnipartinn  er brottför frá Ísafirði kl. 17:40 og lending kl. 18:25.

Nánari upplýsingar um fundi síðustu ára er að finna á eftirfarandi slóð: https://ust.is/nattura/upplysingar-fyrir-sveitarfelog/arsfundir-natturuverndarnefnda/