Árs- og haustþing samtakanna átti að halda 23. október 2020 á Hótel Laugarbakka. Í ljósi hertra samkomutakmarkana eru allar líkur á að þingið geti ekki farið fram með þeim hætti. Stjórn ákveður að þingið fari fram á netinu þann 23. október kl. 9.30-14. Framkvæmdastjóra falið að vinna að breyttu fyrirkomulagi þingsins.
Einnig lögð fram gögn þingsins:
- Ársreikningur og ársskýrsla ársins 2019. Áður samþykkt af stjórn.
- Tillaga um laun og þóknun til stjórnar og nefnda.
- Samþykktir og þingsköp – breytingartillögur.
- Drög að ályktunum þingsins.