Umræðufundur um landsskipulagsstefnu

Morgunfundur um áherslur í umsögnum sambandsins, sveitarfélaga og landshlutasamtaka um landsskipulagsstefnu. Fundurinn fer fram í gegnum Teams þriðjudaginn 22. desember og mun standa frá kl. 11:00-12:30.

Smelltu hér til að taka þátt í fundinum.

Við bendum þátttakendum á að til að tryggja gæði fundarins er nauðsynlegt að hafa slökkt á myndavélum og hljóðnemum en nýta sér frekar spjallið í Teams eða nota handaruppréttingu til að koma á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum til fyrirlesara. Fundarstjóri mun þá gefa viðkomandi orðið og hvetja hann til að kveikja á myndavélinni sinni og hljóðnema.

11:00Stutt kynning á meginatriðum viðaukatillögunnar og helstu áherslur fulltrúa sambandsins við gerð hennar. Fulltrúar sambandsins í ráðgjafanefnd um gerð landsskipulagsstefnu:
Hrafnkell Á. Proppé - upptaka af erindi Hrafnkels
Unnur Valborg Hilmarsdóttir - upptaka af erindi Unnar
11:20Helstu álitaefni við gerð umsagnar sambandsins.
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins. - Upptaka af erindi Guðjóns
11:30Umræður og fyrirspurnir. - Upptaka af umræðum og fyrirspurnum
12:30Áætluð fundarlok.

Fulltrúar Skipulagsstofnunar munu verða til taks til að svara fyrirpurnum og veita frekari skýringar, ásamt frummælendum.

Fundarstjóri: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar