Viðburðir
02.04.2020

Vinnustofa í velferðartækni - FRESTAÐ

Vinnustofa í velferðartækni verður haldin í samráði við norrænu velferðarmiðstöðina fimmtudaginn 2. apríl 2020 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Á vinnustofunni verða kynnt verkefni á svið fjarþjónustu sveitarfélaga. Tvö sveitarfélög, Reykjavík og Akureyri munu kynna verkefni í velferðartækni sem þau eru að innleiða hjá sér með stuðningi frá norrænu velferðarmiðstöðinni.

Vinnustofan fer fram á ensku, er ætluð stjórnendum í velferðarþjónustu, starfsmönnum sem hafa umsjón með stuðningsþjónustu og þróun úrræða, sveitarstjórnarmönnum og öðrum áhugasömum um velferðartækni.