Viðburðir
20.02.2020

Vinna með flóttafólki

Vinnustofa Félagsráðgjafafélags Íslands, fagdeildar í fjölmenningu og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnu með flóttafólki

Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 kl. 9.00-15.00

Hvar: BHM salurinn í Borgartúni 6

Undanfarin ár hefur fjöldi flóttafólks aukist jafnt og þétt á Íslandi. Um er að ræða fjölbreyttan hóp og hvílir meginþungi stuðnings og þjónustu við þennan hóp hjá félagsráðgjöfum og öðru starfsfólki velferðarþjónustu sveitarfélaga.

Frá árinu 2014 hafa 20 sveitarfélög vítt og breitt um landið tekið á móti 252 kvótaflóttafólki og búið er að samþykkja að taka á móti 85 árið 2020. Árið 2019 komu 531 flóttamenn til Íslands.

Lítið hefur farið fyrir því að meta vinnu okkar með flóttafólki og skoðað hvað það er sem hefur gegnið vel og hvað er það sem betur má fara. það er stór hópur sem kemur að vinnu með þeim, starfsmenn sveitarfélaga, sjálfboðaliðar RKÍ og heilu samfélögin úti á landi.

Þann 20. febrúar nk. (daginn fyrir félagsráðgjafaþingið) verður haldin vinnustofa fyrir starfsfólk sveitarfélaga sem vinna með flóttafólki og meta þá vinnu sem unnin hefur verið, helstu áskoranir, samvinnu- og samráðsvettvang, fræðsluþarfir o.fl. Rætt verður m.a. um stöðuna í dag (tölulegar upplýsingar), kynning frá Fjölmenningarsetrinu um samræmda móttöku flóttafólks, reynsla félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg um vinnu með flóttafólki, aðkomu Vinnumálastofnunar um samræmda móttöku, reynsla ungrar flóttakonu, hópastarf o.fl.

Nánari dagskrá auglýst síðar. Aðgangur ókeypis.

Það er fagdeild fjölmenningarfélagsráðgjafa sem heldur ráðstefnuna í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Skráning á netfangið huldaruts@mos.is fyrir þriðjudaginn 18. febrúar nk.