Viðburðir
04.11.2019

Skólaþing sveitarfélaga

Skólaþing sveitarfélaga 2019 verður haldið á Grand hóteli mánudaginn 4. nóvember. Yfirskrift þingsins er: Á réttu róli?

Dagskrá og skráning

Megináhersla þingsins mun verða á framtíðarskipan menntakerfisins og leitað verður svara við stóru spurningunni: Hvernig er núverandi skipan skólakerfisins að þjóna nemendum, samfélaginu og áskorunum um menntun til framtíðar?

  • Leitað verður eftir sjónarmiðum stjórnmálamanna, fræðimanna, skólafólks og „óbreyttra“ og síðast en ekki síst ungs fólks.
  • Eins og venja er fá þátttakendur skólaþingsins að segja sína meiningu því umræðuhópar verða starfandi bæði fyrir og eftir hádegi.
  • Dagskráin mun hefjast kl. 8:30 og ljúka um kl. 16:00.

Sveitarstjórnarfólk, starfsfólk og stjórnendur fræðslumála og skóla og aðrir áhugasamir eru hvattir til þess að merkja við 4. nóvember og taka þátt.