Viðburðir
25.10.2019 - 26.10.2019

Haustþing FV og Vestfjarðarstofu

Fjórða haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðarstofu verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 25. og laugardaginn 26. október 2019. Umfjöllunarefni þingsins er samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum, sóknaráætlun Vestfjarða og svæðisskipulag ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og breytingar á samþykktum FV.