Viðburðir
25.10.2019 - 26.10.2019

Haustþing FV og Vestfjarðarstofu

Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga verður haldið hér á Hólmavík dagana 25 og 26 október n.k. í Félagsheimilinu á Hólmavík. Reiknað er með gestum frá öllum Vestfjörðum, Dalabyggð og víðar, enda Haustþing mikilvægur vettvangur til að skoða helstu verkefni og áherslurmál fjórðungsins. Þarna gefst sveitarstjórnarfóki og starfsmönnum sveitarfélaga líka tækifæri til að hitta starfsfélaga sína frá öðrum sveitarfélögum, auk þess að hitta þingmenn, ráðherra og embættismenn.