Viðburðir
04.09.2019 - 05.09.2019

Landsfundur um jafnréttismál

Landsfundur um jafnréttismál verður haldinn í Garðabæ dagana 4. og 5. september 2019.

Takið dagana frá

Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ boðar til landsfundar um
jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019.

Skyldur sveitarfélaga þegar kemur að jafnréttismálum eru miklar og snerta sveitarfélögin sem
stjórnvald, vinnuveitendur og veitendur þjónustu. Landsfundurinn er því kjörinn vettvangur fyrir m.a.
sveitarstjórnarfólk, fulltrúa í nefndum sem fara með jafnréttismál og starfsfólk sem hefur með
málaflokkinn að gera til að hittast, fræðast og deila reynslu.

Skráning á fundinn

Í ár hefst fundurinn kl. 13:00 miðvikudaginn 4. september með vinnustofu þar tvö mál verða í brennidepli:

 • Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreytni, #MeToo

  Fjallað verður um skyldur sveitarfélaga til að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk,
  nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni
  á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.
 • Kynjasamþætting með áherslu á kynjaða fjárhagsáætlunargerð

  Jafnréttislög kveða á um að kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð hins
  opinbera. Mörg sveitarfélög hafa sýnt áhuga á að flétta hugsun kynjasamþættingar inn í áherslur í
  fjárhagsáætlanagerð. Hér verður sérstaklega fjallað um leiðir til þess.

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál

Málþingið fimmtudaginn 5. september skiptist upp í fjóra meginhluta:

 • Jafnréttisstarf í Garðabæ
 • Jafnréttishlutverk sveitarfélaga sem stjórnvalds
 • Jafnréttishlutverk sveitarfélaga sem veitenda þjónustu, skóla- og íþróttastarf
 • Jafnréttishlutverk sveitarfélaga sem vinnuveitanda
Dagskrá fundarins á vefnum jafnretti.is

Skráning á fundinn  

Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi