Viðburðir
03.06.2019

Vinnustofa um samsköpun

Vinnustofa um samsköpun* (samskabelse/co creation) með danska ráðgjafanum og fræðimanninum Anne Tortzen.

Vinnustofa um samsköpun - dagskrá og skráning


Nýsköpunardagurinn - dagskrá og skráning

Vinnustofan nefnist How can life quality of citizens and communities be improved through co-creation? og er haldin í tegnslum við Nýsköpunardag hins opinbera.

*Samsköpun/samskabelse/co-creation felur í sér aðferðarfræði til að koma á samstarfi milli hins opinbera og einstaklinga/félagasamtaka um þróun á lausnum í opinberri þjónustu og getur líka falið í sér samstarf um að veita þjónustu. Þessi nálgun er búin að vera mikið í deiglunni í nágrannalöndunum, t.d. Danmörku, en hugtakið er lítt þekkt hér á landi. Að sjálfsögðu er og hefur verið heilmikið samstarf en ekki á grundvelli markvissrar aðferðarfræði. Anne Tortzen varði nýlega doktorsritgerð um samsköpun í dönskum sveitarfélögum og hefur nýlega gefið út bók sem byggist á rannsóknum hennar: „Samskabelse af velfærd, muligheder og faldgruber“.