Viðburðir
15.05.2019

Hlutverk foreldra í forvörnum

Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins um Hlutverk foreldra í forvörnum, verður haldinn miðvikudaginn 15. maí 2019 kl. 08:15-10:00 á Grand hóteli í Reykjavík. Á fundinum fjallar Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, um hlutverk rannsókna í forvörnum foreldra. Þóra Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum, fjallar um foreldravirkni og samveru og Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar, nefnir erindi sitt Foreldrasamstarf - áreiti eða ávinningur.

Fundarstjóri er Rafn M. Jónsson. Nánari dagskrá og skráning er á vefnum www.naumattum.is