Viðburðir
15.02.2019

Heimsmarkmiðin og sveitarfélögin

Kynningarfundur haldinn á Grand hóteli Reykjavík, 15. febrúar, kl. 13:00-16:30.

Á árinu 2015 samþykktu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun (Sustainable Development Goals, SDG). Með aðild sinni hafa stjórnvöld skuldbundið sig til að vinna að markmiðunum með það fyrir augum, að innleiðingu þeirra verði lokið hér á landi árið 2030.

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna kynningarfund, sem ætlaður er kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga.

Fundurinn hefst á ávarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Að því búnu verður fjallað um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðunum, þau sóknarfæri sem þau fela í sér fyrir sveitarfélög og það lykilhlutverk sem sveitarfélög gegna fyrir innleiðinu heimsmarkmiðanna hér á landi. Þá verður einnig sagt frá vinnu ýmiss konar samstarfsverkefna sem sveitarfélög eiga aðild að og snýr að heimsmarkmiðunum.

Fundinum lýkur með samantekt Aldísar Hafsteinsdóttur, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, um sveitarfélögin, heimsmarkmiðin og næstu skref.


Dagskrá og Skráning á fundinn