Viðburðir
06.12.2018

UT dagurinn

Dagur upplýsingatækninnar 2018, UT-dagurinn, verður haldinn fimmtudaginn 6. desember nk. með ráðstefnu á Grand hóteli í Reykjavík. Dagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2006 af stjórnvöldum en að honum standa fjármála og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Ský. Tilgangurinn er að fjalla um það sem er efst á baugi í upplýsingatæknimálum í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.

Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér markmið um að árið 2020 muni stafræn samskipti vera megin samskiptaleið ríkisins við fyrirtæki og almenning. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er markmið um að landsmenn geti á einum stað nálgast þjónustu hins opinbera og sinnt erindum sem beinast að stjórnvöldum. Til þess að svo megi verða þurfa opinberir aðilar að hefja markvissa vinnu að því að færa sína þjónustu yfir í stafrænt umhverfi. Yfirskrift dagsins í ár er því stafræn framtíð hins opinbera, hvernig byrjum við?

Dagskrá UT-dagsins og skráning á vef SKÝ

Dagskráin á vef sambandsins