Viðburðir
15.06.2018 kl. 10:00 - 12:00

Kynningarfundur kjarasviðs - Norðurland

Akureyri - fyrir Norðurland
Þriðjudagurinn 15. júní 2018
Fundarstaður: Brekkuskóli
Fundartími 10:00-12:00.
--------------------------------------------

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga boðar til funda á nokkrum stöðum á landinu þar sem kynntur verður kjarasamningur grunnskólakennara sem undirritaður var 25. maí sl. og samþykktur var í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk 5. júní sl.

Fundurinn er ætlaður eftirtöldum aðilum:

  • Skólastjórendum
  • Bæjar- og sveitarstjórum.
  • Fræðslustjórum og starfsfólki skólaskrifstofa sem kemur að framkvæmd kjarasamnngsins.
  • Formönnum/Fulltrúum fræðslunefnda sveitarfélaga.
  • Fjármálastjórum.
  • Launafulltrúum/yfirmönnum launadeilda sem vinna að launavinnslu vegna grunnskólakennara
  • Öðrum þeim aðilum sem sveitarfélagið telur mikilvægt að sitji slíkan fund og taki þátt í umræðum.

Fundirnir verða haldnir á fimm stöðum á landinu.