Viðburðir
08.06.2018

Afhending nýsköpunarverðlauna og málþing

Ráðstefnan „Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018“ verður haldin föstudaginn 8. júní 2018 á milli 10:00 – 12:00 í fundarsalnum Háteig, Grand Hótel Reykjavík.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“.

Á ráðstefnunni verða m.a. veitt nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu en þau og ráðstefnan eru samvinnuverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Dagskrá og erindi

Facebook viðburður ráðstefnunnar