Viðburðir
08.06.2018

Vindorka og orkumannvirki

Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök orkusveitarfélaga halda sameiginlegt málþing um vindorku og orkumannvirki. Málþingið fer fram á Grand hóteli, föstudaginn 8. júní nk. kl. 12:30 – 16:30. Innskráning hefst kl. 12:00 og verður hádegisverður jafnframt í boði fyrir þá sem vilja fram að málþinginu. Þátttökugjald er 3.500 krónur.

Megináhersla málþingsins verður á vindorkumál og skattlagningu orkumannvirkja. Á meðal þess sem verður rætt er vindorkunýting í aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaga, stefnu- og leiðbeiningarrit Landverndar í vindorkumálum, endurskoðun á lagaumhverfi vindorkuvera og skattlagning orkumannvirkja.

Dagskrá fundarins og skráning.