Viðburðir
27.04.2018

Viðkvæm álitamál og nemendur

Hvaða erfiðleikar og áskoranir geta komið upp þegar fjallað er um viðkvæm álitamál í skólum eins og hryðjuverk, sjálfsvíg, andlát nákomins, einelti, skilnaði o.fl.? Eiga kennarar og annað starfsfólk skóla að leiða slíka umræðu? Að beiðni menntamálaráðuneytisins fóru tveir skólastjórnendur, kennari og náms- og starfsráðgjafi í vinnubúðir í Útey í Noregi þar sem þessi mál voru tekin til umfjöllunar og  kynntar leiðir til að takast á við þau með nemendum á faglegan hátt.

Á fyrri morgunfundi sambandsins um skólamál 2018 verða þessar áskoranir til umfjöllunar, í íslensku skólasamhengi, í samstarfi við hópinn sem sótti vinnubúðirnar i Útey. Hann verður haldinn föstudaginn 27. apríl, á Grand hóteli og hefst kl. 8:00. Þá verður verkefnið kynnt og mikilvægi faglegrar hæfni við að takast á við viðkvæm álitamál með nemendum. Þátttakendur fá jafnframt að spreyta sig á verkefnum. Þátttökugjald er 3.500 krónur og er morgunverður innifalinn í verðinu.

Fyrirlesarar     Bryndís Haraldsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, grunnskólakennari, Jón Páll Haraldsson, skólastjóri og Linda Heiðarsdóttir, aðstoðarskólastjóri