Viðburðir
15.09.2017

Landsfundur um jafnréttismál

Landsfundur um jafnréttismál verður haldinn í Stykkishólmi föstudaginn 15. september 2017.

Föstudaginn 15. september kl. 10:00 boðar Jafnréttisstofa í samstarfi við  Stykkishólmsbæ til árlegs landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál.

Sveitarstjórnarfólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn ásamt öllum þeim sem fara með jafnréttismál í sveitarfélaginu.

Nánari upplýsingarnar má finna á heimasíðu Stykkishólmsbæjar www.stykkisholmur.is og heimasíðu  Jafnréttisstofu www.jafnretti.is þar sem skráning fer fram.