Viðburðir
17.05.2017 kl. 9:15 - 12:00

Skipulag haf- og strandsvæða

Samtök sjávarútvegsfélaga og Samtök sveitarfélaga á Austurlandi stóðu fyrir málþingi um skipulag haf- og strandsvæða miðvikudaginn 17. maí nk. frá kl. 09:15-12:00, í Þórðarbúð Austurvegi, Reyðarfirði.

20170517_111851Fundurinn var tekinn upp en vegna rafmagnsleysis á Reyðarfirði, og í kjölfarið fleiri tæknilegra örðugleika, eru upptökurnar ekki í þeim gæðum sem við eigum að venjast. Það kemur þó vonandi ekki að sök ef undan er skilið að undir lok málþingins kláruðust rafhlöður í míkrafóni þannig að hljóðskráin endar skyndilega í umræðunum og því miður náðist ekki að taka upp samantekt Jóns Björns Hákonarsonar.

Þeim hefur engu að síður verið hlaðið hér inná vefinn og munu vonandi nýtast sem innlegg í umræðu um skipulag haf- og strandsvæða.

Dagskrá

Ávarp: Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. Erindið var tekið upp á farsíma vegna rafmagnsleysis á Reyðarfirði

Skipulag haf- og strandsvæða: Fyrir hvern og í hvaða tilgangi?

Pallborðsumræður

  • Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Aðalsteinn Óskarsson, Fjórðungssamband Vestfirðinga
  • Guðjón Bragason, Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Hafdís Hafliðadóttir, Skipulagsstofnun
  • Páll Björgvin Guðmundsson, Fjarðabyggð
  • Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, umhverfis- og auðlindaráðuneyti
Míkrafónninn í pallborðinu tæmdi rafhlöðurnar þegar 1 klukkustund og 7 mínútur eru liðnar af pallborðsumræðunum og náðist ekki að taka fleira upp á fundinum.

Samantekt

  • Jón Björn Hákonarson, varaformaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

Fundarstjóri: Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Í lok málþingsins verður boðið upp á sameiginlegan hádegisverð. Nauðsynlegt er að skrá sig á málþingið og í hádegisverð með því að senda tölvupóst á ssa@ssa.is fyrir 15. maí nk.