Viðburðir
11.05.2017 kl. 8:30 - 10:00

Félagsþjónusta á tímamótum

Fagdeild félagsráðgjafa í félagsþjónustu heldur morgunverðarfund í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga um málefni félagsþjónustu sveitarfélaga

Félagsþjónusta á tímamótum

Fundurinn er á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð – salur F eða G, fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 08:30 til 10:00

Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur og sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Unnur V. Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi MA og félagsmálastjóri Mosfellsbæjar, munu fjalla um þær miklu breytingar sem liggja fyrir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og nýjar húsnæðisbætur. Bæði Tryggvi og Unnur áttu sæti í nefnd velferðarráðherra sem vann að frumvarpi um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og húsnæðisbætur.

Við hvetjum félagsráðgjafa og alla sem láta sig varða málefni félagsþjónustu sveitarfélaga til að mæta.  Nú er tækifæri til að ræða áskoranir og tækifæri sem felast í fyrirhuguðum breytingum en gefinn verður góður tími til fyrirspurna og umræðna.

Fundarstjóri: Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA og sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Boðið verður upp á fjarfund á skype.

  • Þáttökugjald er kr. 3.600.- og innifalið í gjaldi er morgunmatur.
  • Greiða þarf þátttökugjaldið kr. 3.600.- fyrirfram inn á reikning FÍ 336-26-30771 kt. 430775-0229.
  • Athugið ekki er tekið við greiðslukorti á staðnum.

Skráning á fundinn