Karlar í yngri barna kennslu
Karlar í yngri barna kennslu
14. September 2015- 08:30 - 10:00 / Grand Hótel Reykjavík
- hvað ætlar þú að gera?
Morgunverðarfundur föstudaginn 9. október 2015 kl. 8:30 til kl. 10:00 á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík.
Einungis eitt prósent leikskólakennara hér á landi eru karlar. Þess vegna líta drengir ekki á starf leikskólakennara sem mögulegt framtíðarstarf. Hvernig getum við breytt því?
Framsögur:
Sigurður Sigurjónsson varaformaður Félags stjórnenda leikskóla
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra
Fjóla Þorvaldsdóttir varaformaður Félags leikskólakennara
Fundarstjóri:
Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara
Þeir sem hyggjast sækja fundinn eru beðnir um að skrá sig hér. Þátttökugjald 3.500 kr.
Að fundinum standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samráðshópur karlkennara á leikskólastiginu (SKÁL), Samband íslenskra sveitarfélaga, Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) og Mennta- og menningarmálaráðuneytið.