Viðburðir
22.09.2010

Málefni fatlaðs fólks á tímamótum – horft til framtíðar

Málþing félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Öryrtkjabandalags Íslands, Þroskahjálpar, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsókarseturs í fötlunarfræðum við HÍ um málefni fatlaðra.

Um næstu áramót mun ábyrgð á málaflokknum færast frá ríki til sveitarfélaga. Þessi breyting felur í sér margvísleg tækifæri til breytinga og útbóta í málaflokknum, í hugmyndafræði, skipulagi og þjónustu við fatlaða.   Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um þjónustu við fatlaða felur í sér ábendingar um hvað megi betur fara.   Á síðustu árum hefur ný nálgun- ný hugmyndafræði í málefnum fatlaðra rutt sér rúms. Nýlegur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun leggur þar línurnar.  Hann felur í sér mikilvægar skuldbindingar í réttindamálum fatlaðra sem byggja á að fötluðum einstaklingum sé tryggð þau grundvallarréttindi að lifa sjálfstæðu lífi og án aðgreiningar í samfélaginu.  Á málþinginu er litið til málefna fatlaðs fólk út frá mörgum sjónarhornum, horft er  til framtíðar og sjónum beint að stjórnsýslu, þjónustu við fatlaða og hugmyndafræði með áherslu á úrbætur.

Málþingið fer fram á Grand Hótel, 22. september 2010 og hefst kl. 13:30.
Þátttökugjald er 2.900 krónur en 1.200 krónur fyrir öryrkja (kaffi og meðlæti innifalið).

Efni frá málþinginu.

Skráning fer fram hjá Stofnun stjórnsýslufræða við HÍ.