Hagsmunagæsla í úrgangsmálum

Sveitarfélög komu sér á árinu 2007 saman um að stofna til sérstaks verkefnis um hagsmunagæslu í úrgangsmálum, til að styrkja stöðu sína í þessu mikilvæga verkefni almannaþjónustu. Aðilar að verkefninu eru Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélög og fyrirtæki í eigu sveitarfélaga. Verkefninu er ætlað að:

  • Vera leiðandi í undirbúningi stefnumótunar sambandsins í úrgangsmálum
  • Vera stjórn og starfsmönnum sambandsins til ráðgjafar um úrgangsmálefni
  • Vekja athygli á þróun og breytingum í úrgangsmálum, innanlands og erlendis, sem verkefnisstjórn telur þörf á að sambandið vinni að eða miðli upplýsingum um
  • Vekja athygli á málum í rekstri og starfsemi fyrirtækja sveitarfélaga á sviði úrgangsmála sem verkefnisstjórn telur að þarfnist úrlausnar á vettvangi sambandsins
  • Vera til ráðgjafar við undirbúning viðburða sambandsins á sviði úrgangsmála, svo sem ráðstefna og námskeiða

Á vettvangi verkefnisstjórnarinnar var unnin stefnumótun sambandsins í úrgangsmálum.