Sögulegt

 

Heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem haldin var í Ríó í Brasilíu 3.-14. júní 1992 markaði tímamót í alþjóðlegu samstarfi að umhverfismálum. Afrakstur ráðstefnunnar var m.a. framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun í heiminum, eða Dagskrá 21 (Agenda 21).

Dagskrá 21 skiptist í 40 kafla. Í 28. kafla er fjallað um hlutverk staðbundinna stjórnvalda í þeirri viðleitni að koma á sjálfbærri þróun í heiminum. Á sama hátt og Dagskrá 21 er forskrift að sjálfbærri þróun í ríkjum heims, er Staðardagskrá 21 heildaráætlun um þróun einstakra samfélaga í samræmi við 28. kafla yfirlýsingarinnar frá Ríó. Eitt af helstu slagorðum ráðstefnunnar í Ríó var „Hugsa hnattrænt, breyta heimafyrir“ (Think Globally Act Locally).

Hafi áherslu á Ríóráðstefnunni verið á umhverfismálum þá hefur umræðan um sjálfbærni æ síðan snúist um aukna velferð, þ.e. félagslegu og efnahaglegu hlíð þróunar einnig.