• reykjavik

Rafrænir reikningar í Reykjavík

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að borgarráð hefur samþykkt yfirlýsingu um að frá og með 1. janúar 2015 muni Reykjavíkurborg eingöngu taka við reikningum á rafrænu formi frá birgjum vegna vöru og þjónustu ef um er að ræða birgja sem senda Reykjavíkurborg reikninga reglubundið í hverjum mánuði.

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að borgarráð hefur samþykkt yfirlýsingu um að frá og með 1. janúar 2015 muni Reykjavíkurborg eingöngu taka við reikningum á rafrænu formi frá birgjum vegna vöru og þjónustu ef um er að ræða birgja sem senda Reykjavíkurborg reikninga reglubundið í hverjum mánuði.

Í fréttinni kemur fram að áætlaður heildarsparnaður vegna innleiðingar á rafrænum reikningum hjá Reykjavíkurborg er talinn verða 130 – 150 milljónir króna á ári. Einnig kemur þar fram að ávinningur rafrænna reikninga er ekki aðeins í formi sparnaðar því líta má á rafræna reikninga sem „grænt skref“ og afar umhverfisvæna lausn. Þá hefur innleiðing rafrænna reikninga stutt við skilvirkara eftirlit með birgjum og útgjöldum og leitt til þess að greiðslur dráttarvaxta heyra nánast sögunni til. 

Fréttin á vef Reykjavíkurborgar