Skapandi forysta forsenda velferðar

Nýsköpunarverðlaunin 2015

Veiting nýsköpunarverðlauna og viðurkenninga í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015 fór fram á Grand hóteli í Reykjavík föstudaginn 23. janúar að viðstöddu fjölmenni.

Nýsköpunarverðlaunin hlaut velferðarsvið Reykjavíkurborgar fyrir verkefnið Geðheilsustöðin í Breiðholti. Með Geðheilsustöðinni er ætlunin að veita fullorðnum einstaklingum sem greinst hafa með geðraskanir heildræna þjónustu og draga með því m.a. úr innlögnum á geðsvið Landspítalans. Innan Geðheilsustöðvarinnar starfar þverfaglegur hópur fagfólks sem vinnur eftir batahugmyndafræðinni þar sem notendum er hjálpað til að byggja upp betri sjálfsmynd og öðlast aukna vitund um eigið vald og val í lífinu.

Frétt á vef Nýsköpunarmiðstöðvar um viðurkenningarnar.

Fimm önnur verkefni fengu sérstakar viðurkenningar fyrir nýsköpun, með því að smella á tenglana má sjá kynningarmyndbönd um verkefnin:


  Ávarp
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra opnar fundinn
Erindi Bjarna
  How can public managers drive innovation forward?
Nikolaj Lubanski frá Copenhagen Capacity: Innovation Trends in the Nordic Countries
Erindi Nikolaj
  Hönnun stjórnkerfis og opinberrar þjónustu?
Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands
Erindi Höllu
  Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði - Hvaða erindi eiga þau við opinbera þjónustu og stjórnsýslu?
Dr. Rögnvaldur J. Sæmundsson dósent í Iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og fyrrum formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins
Erindi Rögnvaldar
  Afhending nýsköpunarverðlauna
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Afhendingin

Fundarstjóri: Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Aðalfyrirlesari var Nikolaj Lubanski framkvæmdastjóri hjá Copenhagen Capacity en hann ræddi um þróun nýsköpunarmála í opinbera geiranum á Norðurlöndum.  Jafnframt fjallaði Nikolaj um aðferðir sem geta hjálpað starfsfólki hins opinbera til að styðja við og keyra nýsköpun áfram.  Nikolaj hefur á síðustu tveimur áratugum unnið með stjórnendum að þróunarmálum innan opinbera geirans. Í fyrra starfi sínu sem forstöðumaður hins danska stjórnsýsluskóla kom hann að þróun ýmissa tímamótaverkefna á sviði menntunar í nýsköpunarmálum. Í fyrra var Nikolaj skipaður í nefnd á vegum hins opinbera í Danmörku (Kvalitetsudvalget) til að meta gæði og gildi æðri menntunar. Nikolaj hefur á undanförnum árum verið átt í samstarfi við fjölmarga aðila hér á landi, m.a. Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg og verið með fyrirlestra um nýsköpun í Akademíu fyrir framtíðarstjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana.

Tilnefningar 2015

Akraneskaupstaður Frístundamiðstöðin Þorpið – Gaman-saman á Akranesi

Ljósmyndasafn Akraness – varðveiting sögu
  Samstarfsverkefni félagsþjónustu, barnaverndar og heimaþjónustu hjá Akraneskaupstað
Akureyrarbær Innanhússfræðarar – fræðsla um vellíðan á vinnustað
ÁTVR - Vínbúðirnar Margnota burðapokar  
  Rafrænir reikningar
Borgarbyggð Safnahús Borgarbyggðar – Listræn sköpun á grundvelli texta
Fangelsismálastofnun Fangelsið Kvíabryggju: Búskapur
  Rafrænt eftirlit með föngum
Fjallabyggð Leyningsás
Fjarðabyggð Samstarf Verkmenntaskóla Austurlands og Sjávarútvegsskóla Fjarðabyggðar við Vinnuskóla Fjarðabyggðar
Fjársýsla ríkisins Rafrænn aðgangur almennings að upplýsingum: rikisreikningur.is
Framkvæmdasýsla ríkisins BIM – upplýsingalíkön mannvirkja
Grindavíkurbær Codland vinnuskólinn
  Grindavíkurhöfn
Hafnarfjarðarbær Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði: Virðing-Vinna-Virkni
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Teymisvinna
Húnaþing vestra Leikskólinn Ásgarður – ný hugmyndafræði
Embætti landlæknis og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins VERA: Öruggur rafrænn aðgangur að mínum heilbrigðisupplýsingum
Langanesbyggð Grunnskólinn á Bakkafirði – Vinnustofur - Fjölbreyttir kennsluhættir og nýsköpun
Matís Nýting upplýsingatækni í verkefna- og skjalastjórnun hjá Matís
Nýsköpunarmiðstöð Íslands Sérhæfð frumkvöðlasetur
  Fab Lab Ísland
Orkustofnun - Orkusetur Hvað kostar ljóstíminn? Ljóstímareiknir Orkuseturs
Rangárþing eystra Deiliskipulagsgerð
Reykjavíkurborg Heimaþjónusta Reykjavíkur, Geðheilsustöð Breiðholts – Gæfusporin, námskeið fyrir þolendur ofbeldis
  Velferðarsvið Reykjavíkurborgar – Atvinnutorg Reykjavíkur
  Höfuðborgarstofa – Barnamenningarhátíð í Reykjavík
  Velferðarsvið Reykjavíkurborgar – Borgarverðir
  Þjónustumiðstöð Breiðholts – Breiðholtsmódelið
  Borgarbókasafn Reykjavíkur – Café Lingua - lifandi tungumál
  Heimaþjónusta Reykjavíkur, geðteymi – Geðheilsustöð Breiðholts
  Höfuðborgarstofa – Reykjavík Loves, nýtt auðkenni fyrir höfuðborgarsvæðið
  Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða – SÍSL verkefnið
  Þjónustumiðstöð Breiðholts – Lestrarlestin
  Listasafn Reykjavíkur – skráning og birting safnkosts á vef
  Árbæjarskóli og Félagsmiðstöðin Tían – Hönd í hönd
  Næringarútreiknaðir matseðlar, örútboð og matarsóun
  Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO – Sleipnir, lestrarhvatning
  Frístundaheimilið Eldflaugin við Hlíðaskóla – Stelpustuð
  Grunnskólar, leikskólar, frístundamiðstöð og þjónustumiðstöð í Vesturbæ Reykjavíkur – Vesturbæjarfléttan
Ríkisskattstjóri „Leiðréttingin“: Rafrænt ferli frá upphafi til enda
Seðlabanki Íslands Nýstárleg myndbirting tölfræðigagna
Seltjarnarnes Bókasafn Seltjarnarness  - Lestrarvakning meðal unglingsdrengja

LUKS Kortasjá (Landupplýsingakerfi Seltjarnarness)
  Ungmennahúsið Skelin/ Ungmennaráð Seltjarnarness  – Ungmennaþing fyrir alla
Snæfellsnes Svæðisgarðurinn Snæfellsnes
Umhverfisstofnun Forgangsröðun verndaráætlana – með ánægju!
Velferðarráðuneytið Innleiðing hreyfiseðla í heilbrigðisþjónustu á Íslandi