Námskeið eftir sveitarstjórnarkosningar 2010

„Að vera í sveitarstjórn“

Námskeiðið var sérstaklega sniðið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum en var einnig áhugavert fyrir framkvæmdastjóra sveitarfélaga og pólitíska fulltrúa í nefndum þeirra. Þetta var heils dags námskeið. 

Námsefni frá námskeiðinu.


„Lagaleg umgjörð, fjármálastjórn og vinnuveitendahlutverk sveitarfélaga“
Námskeiðin voru fyrst og fremst ætluð fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum og framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Þetta var heils dags námskeið. Starfsmenn sambandsins voru leiðbeinendur á námskeiðunum.
Námsefni frá námskeiðinu .

 

Námskeið fyrir skólanefndir

Haldin voru átta hálfsdags skólanefndarnámskeið vítt og breitt um landið í apríl og maí 2011. Kennslu önnuðust starfsmenn sambandsins, menntamálaráðuneytisins, fulltrúar frá Heimili og skóla og sérfræðingar frá sveitarfélögum.  Er þetta í fyrsta sinn sem sambandið nýtur samstarfs við ráðuneytið og Heimili og skóla vegna námskeiða fyrir skólanefndir enda var markhópurinn skólanefndin í heild sinni að þessu sinni.

Markmið námskeiðs fyrir skólanefndir var að þátttakendur öðluðust þekkingu og skilning á hlutverki sínu sem fulltrúar í skólanefnd ásamt þeim verkefnum og skyldum sem tilheyra því ábyrgðarsviði. Þátttakendur fengu almenna fræðslu um ramma laga, reglugerða og námskrár a sem setja starfsemi skóla skorður og margt fleira. Þá upplýstu leiðbeinendur um hlutverk og verkefni sinna stofnana í þágu sveitarfélaganna og hvöttu til aukins samstarfs.

Á meðfylgjandi tengli er allt námsefni frá námskeiðinunum gert aðgengilegt ásamt glærum fyrirlesara og upptöku af lokanámskeiðinu sem haldið var í Reykjavík 6. maí.
Námsefni frá námskeiðinu .

Markmið námskeiðsins var að þátttakendur öðluðust þekkingu og skilning á hlutverki sínu sem fulltrúar í félagsmálanefnd og sem starfsmenn félagsþjónustu. Fjallað var um félagsþjónustu sveitarfélaga og þann ramma sem lög um félagsþjónustu sveitarfélaga setja þeirri starfsemi.
Námsefni frá námskeiðinu .


Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn félagsþjónustu